Hversu margar útgáfur af þér eru til?

Image Description

Laufey Haralds

Börn eru dásamlega eðlileg. Þau dansa og syngja þegar þeim líður þannig. Burt séð frá stað eða stund, þá eru þau bara þau sjálf. Þegar við vöxum úr grasi þá hættum við að dansa og syngja í kringum ókunnuga. Við lærum að haga okkur á ákveðin hátt í kringum ákveðið fólk og ákveðnar aðstæður, eðlilega… eða hvað?

Við könnumst öll við það að haga okkur mismunandi eftir fólki í kringum okkur og þeim aðstæðum sem við finnum okkur í. Við högum okkur öðruvísi í vinnunni heldur en heima, með besta vini eða maka, í kringum foreldra okkar eða börn. Ef bilið á milli þessara persónuleika okkar er mikið getur það verið hamlandi fyrir okkar innri og ytri vöxt.

Tökum dæmi. Segjum að þú hafir lengi heillast af yoga og hugleiðslu. Þú ert búinn að lesa þig til og horfa á öll kennslumyndbönd sem þú kemst yfir. Þú æfir þig heima og finnur að þetta gerir þér gott. Þú rekst á hugleiðsluhóp á facebook ákveður að skella þér. Þú ert kominn í nýjan félagsskap sem hefur góð áhrif á þig og þú leyfir þessari hlið þinni að njóta sín með þessum hóp. Þetta er orðin stærri partur af þér og þér finnst frelsandi að geta verið þú sjálf(ur) í kringum nýju vini þína. En í vinnunni ert þú með allt aðra ímynd. Ef vinnufélagarnir sæju þessa hlið af þér myndu þeir örugglega dæma þig. Fjölskyldan þín er líka með ákveðnar skoðanir á því hver þú ert og þú felur þessa hlið af þér fyrir þeim líka. Núna eru þrjár útgáfur að þér. Hver útgáfan heldur hinni í skefjum.

Góður stuðningur er mikilvægur

Öll göngum við í gegnum nokkur þroskaskeið á lífsleiðinni sem fela í sér andlegan þroska og innri vöxt. Það mikilvægt að finna fyrir stuðning á þessum þroskaskeiðum til þess að tryggja að við uppskerum árangur og villíðan af þeim. En það getur verið erfitt að finna þennan stuðning í nærumhverfi okkar vegna þess að viðhorf annara gagnvart okkur er fast mótað þar afleiðandi finnum við oft mótspyrnu úr umhverfinu okkar frekar en stuðning þegar við breytumst. Markþjálfi getur verið frábær ferðafélagi og stuðningur í þinni vegferð. Hlutverk markþjálfa er ekki að hafa skoðun á því hver þú ert eða hvað þú vilt gera, heldur að draga fram leynda hæfni og möguleika sem búa innra með þér, hjálpa þér að skýra stefnuna, vera bæði styðjandi og áskorandi í þinni vegferð. Þetta er uppskrift af þeirri næringu sem við þurfum til að skapa okkur rými til þess að vaxa og dafna.

Þetta er ég

Þegar þú fækkar útgáfunum af þér og leyfir þér að vera þú sjálf(ur) þvert á aðstæður og fólk, þá gætir þú fundið fyrir mótlæti. Það er eðlilegt. Þú ert ekki bara að breyta veruleikanum þínum. Þú ert að hreyfa við veruleika allra í kringum þig. Það verður til ójafnvægi milli þín og ytri aðstæðna.
Þegar á þennan stað er komið átt þú tvo valkosti.. Viltu hörfa til baka og þykjast vera sú manneskja sem þú varst til þess að fólk dæmi þig ekki og hneykslist á breytingunum. Eða leyfa þér að vera nýja og bætta útgáfan af þér sem þú varst að kynnast og kannt svo vel við.
Fólkið í kringum þig og ytri veruleikinn þinn mun ekki fylgja í fyrstu. Það tekur tíma að ná þér og ná jafnvægi en ég get sagt þér ef þú heldur þínu striki og stendur með sjálfum þér þá gerist það á endanum og það verður ekki bara ánægjulegt fyrir þig. Það skapar rými fyrir aðra í kringum þig til þess að gera slíkt hið sama. Vakna til vitundar, vera víðsýnni og nær sjálfum sér. Þegar það gerist, þá getur þú verið stuðningsmaður í þeirra vegferð.

Fyrri valkosturinn finnst okkur mun auðveldari. Það er mjög algengt að fólk hörfi til baka í sitt vanahorf þótt það fylgir því ákveðin óró og stundum vanlíðan því fólk fer að lifa fyrir aðra, jafnvel gegn sínum vilja. Af hverju myndi maður velja það? Hvað vantaði upp á til þess að leyfa þessum vexti að eiga sér stað?

Smá hvatning

Ekki leyfa huganum að reyna réttlæta það að þú getir þetta ekki, eða halda því fram að fólk sé að dæma þig. Það eru oftast byggt ranghugmyndum hvort sem er. Það er einungis hugmynd þín um fólkið í kringum þig. Ef þú vilt ekki láta dæma þig, þá er ágætis æfinga að dæma ekki aðra. Hlustaðu frekar á hjartað, ástríðuna og innsæið.

Oftar en ekki vantar fólki tvö öfl. Það er hugrekki og þrautseigju. Þú þarft slatta af hugrekki til þess að takast á við allar þær áskoranir sem fylgja vexti þínum og mikla þrautseigju til að hörfa ekki til baka. Þú býrð yfir öllum þessum kröftum, stundum þarft þú bara að dusta rykið af þeim, hætta að svíkja sjálfan þig og gera hluti gegn þínum vilja.
Að gera hluti gegn þínum vilja veldur ónotatilfinningu hjá þér sem á endanum fer að naga sjálfsvirðinguna sem hefur áhrif á styrkinn þinn og sjálfstraust. Þú átt það ekki skilið. Leyfðu þér að vera nákvæmlega sú eða sá sem þú ert, alltaf og allstaðar.

Hræðsla við viðbrögð annarra og ótti um að verða ekki samþykktur eða standist ekki þær kröfur sem viðkomandi heldur að séu gerðar til sín í hópnum er það sem heldur aftur okkur. Þetta er mjög óþægileg staða að vera í og fólk kemur sér í hana alveg ómeðvitað og þetta er algengara en við höldum. Hver er rétta útgáfan af þér? Hver ert þú í raun?

Það mun taka á stundum að ganga í gegnum þessar breytingar en ekki hörfa.. Þú munt fagna þegar þú áttar þig á því að fólk er farið að mýkjast í kringum þig og aðlagast að þínum veruleika, kynnast þér uppá nýtt og sjá það sem í þér býr. Skyndilega fer fólk að sjá þig blómstra í raunútgáfunni af þér. Útgeyslunin þín breytist. Gleðin og vellíðanin við að fá að vera þú, skín í gegn.

Þetta getur verið alger rússibani. Þú leggur á stað í óvissuna, ferð í nokkra hringi, hátt upp og lengst niður en það er samt gott að vita og hafa að leiðarljósi að það koma allir heilir og helmingi glaðari til baka eftir ferðina. Mundu að njóta, þetta verður mjög skemmtilegt og gefandi.
Treystu.. Þetta verður allt í lagi.. Við viljum fá meira af ÞÉR, það gerir heiminn og samfélagið okkar betra og það hefur bein áhrif á allt fólkið í kringum okkur, börn okkar og alla sem okkur þykir vænt um.


Image Description

Laufey Haralds

PCC Markþjálfi

Laufey er stofnandi Virkja. Hún starfar sem markþjálfi og leiðbeinandi í námi markþjálfunar.