NBI-huggreining

Huggreining

NBI huggreiningin er í formi prófs sem tekur um 15 – 25 mínútur. Niðurstaða prófsins er vönduð og ítarleg skýrsla sem gefur þér innsýn í hughneigðir þínar. Hughneigðunum er skipt í fjóra meigin flokka og í niðustöðunni er hverjum flokk gefið vægi sem sýnir hvar grunnhæfni og styrkleikar þínir liggja. NBI-huggreiningin nýtist í bæði starfi og leik og svarar oft mögum spurningum fólks, bæði um sjálft sig og aðra.

Hvernig við hugsum, bregðumst við öðrum, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, stjórnum fólki og ölum upp börnin okkar – það veltur allt á því hvernig við hugsum. Kostirnir sem fylgja því að skilja sitt eigið hugsnið eru meðal annars að mynda betri tengsl, vera virkari þátttakandi í teymisvinnu og taka skynsamlegar og réttar ákvarðanir. Að taka betri ákvarðanir um vinnu og starfsferil eða velja rétta fagið eða námsleiðina getur með tímanum leitt til uppbyggilegra og meira gefandi einkalífs og atvinnulífs.

Til að skilja hugsnið okkar – þurfum við að nota vottað og vel rannsakað mælitæki. Við höfum valið að bjóða upp á Neethling hugmælitækið („Neethling Brain Instrument“), NBI™, sem grunn áreiðanlegra upplýsinga um hughneigðir og skilgreiningu á heildarhugsun.

NBI-hugsnið gefa vísbendingar um hvernig:

  • við komum fram við aðra
  • við stundum viðskipti
  • við eigum samskipti
  • við leysum vandamál
  • við kjósum að forgangsraða
  • við myndum tengsl

Hugsnið okkar gefur vísbendingu um hvernig við hneigjumst til að eiga samskipti, stjórna, læra, kenna, leiða, leysa vandamál, taka ákvarðanir og mynda sambönd og margar fleiri hliðar lífsins. Kostirnir sem fylgja því að skilja þitt eigið hugsnið eru m.a. að þú myndar betri tengsl, ert virkari þátttakandi í teymisvinnu og tekur skynsamlegar og viðeigandi ákvarðanir.

Þó að „hughneigðir“ okkar geti stundum verið gagnlegar við ákveðnar aðstæður geta þær einnig dregið úr getu okkar til að starfa vel og markvisst. Til að við getum orðið skilvirkari – bæði persónulega og í atvinnulífinu – þurfum við að skilja hughneigðir okkar betur.

Gerð hafa verið snið af yfir 2.000.000 einstaklingum á ýmsum aldri frá mörgum löndum með NBI™. Áframhaldandi rannsóknir við fjölda háskóla og stofnanir eru enn ómissandi hluti af heilavísindum. Nú eru til 20 mismunandi NBI™-greiningar til bæði persónulegra og viðskiptalegra nota.

 

Einstaklingar með ólík hugsnið hafa ólíka sýn á heiminn og oft ólíkt gildismat.

Hvað er innifalið

  • NBI Huggreining
  • 30mín viðtal við markþjálfa
  • 14.990kr

Image Description
panta NBI huggreiningu
Image Description
Taka prófið Ég er með lykilorð frá Virkja

Spurningar berist á laufey[hjá]localhost/virkja
Sími 519 3880
Hvar Strandgata 11, Hafnarfjörður

Leiðbeinendur

Image Description

Laufey Haraldsdóttir

ACC Markþjálfi
Senda skilaboð