Orkuleikurinn
Lifðu eða láttu lifa þér
Árangur er ekki raunverulegur nema að hægt sé að njóta hans og leiðarinnar að honum. Hver einstaklingur býr yfir þeim töfrum sem þarf til þess að skapa sér þann veruleika sem leyfir honum að blómstra og njóta sín.
Öll viljum við aukin árangur og vöxt í lífinu okkar. En allar kröfurnar sem fylgja því geta verið íþyngjandi og komið í veg fyrir að við náum settum árangri.
Í þessum fyrirlestri rekjum við hegðun að uppruna sínum, með það að leiðarljósi að dýpka skilning á hegðun, samskiptum og tilfinningum. Uppbyggileg, einföld og gefandi lífsspeki framsett með léttleika.
Fyrirlesturinn hefur söguþráð og deilum við persónulegri reynslu til þess að varpa ljósi á ómeðvitaðar ályktanir og hugskekkjur sem við sjálf og aðrir höfum hlaðið á okkur í gegnum lífið og hafa áhrif á alla okkar upplifun. Við skoðum hvernig við getum náð stjórn á tilfinningum okkar og athygli og aukið lífsgæði samhliða því.
-
1klst
Næstu Fyrirlestrar
-
Engin opin fyrirlestur er á döfinni
-
Viltu bóka þennan fyrirlestur?
Umsagnir

Orkuleikurinn var frábær kynning á því hvernig tilfinningar okkar og viðbrögð geta mótast af umhverfinu og þeim samskiptum sem við eigum hlut í. Verkfærin sem fylgja eru frábær til að fara í vinnu með fólki þar sem hægt er að skoða atvik og hegðunarmynstur með það að markmiði að greina og útbúa áætlun. Orkuleikurinn setur líðan okkar upp í skala þar sem ákveðin hegðunarmynstur og samskipti stela og nýta orku annarra á meðan önnur endurnýja og gefa frá sér orku. Þennan skala geta fjölskyldur, einstaklingar og sérfræðingar notað til að skoða samskipti og hegðun til að staðsetja sig á skalanum og byrja vinna í því að bregðast við samskiptum á meðvitaðan máta. Kynningin var frábær, samspil fyrilesaranna innilegt og auðvelt að tengja við málefnið. Bæklingurinn sem fylgdi gaf svo færi á að fara heim og skoða sjálfan sig og staðsetja í mismunandi samskiptum heima fyrir, vinnunni og vinahópnum. Þetta er frábært verkfæri sem gæti nýst vel hvar sem unnið er með samskipti.
John Friðrik Bond
Verkefnastjóri HamarssinsMeð einföldum og skemmtilegum hætti komu þið á framfæri mikilvægum skilaboðum eins og hversu auðvelt það er að láta gamlar ranghugmyndir eða gömul gildi draga okkur niður og koma í veg fyrir að við náum árangri. Mér fannst tilfinningaskalinn merkileg hugmyndafræði. Þar er hægt að finna og staðsetja tilfinningar sínar sem blossa upp í daglegu amstri og með því að vera meðvitaðri um þessar tilfinningar getum við lært meira um okkur sjálf og aðra. Einnig frábært áminning um að til eru allskonar tækni sem við getum notað í daglegu lífi til þess að koma í veg fyrir að gamla mynstrið. Alveg frábært!
Fjóla Fiorini
Kennari
Leiðbeinendur

Andri Birgisson
Markþjálfi