Kynningarverð 17.600kr

Stjórnunardrama

Stjórnaðu tilfinningunum þínum

Leiðbeinendur

Image Description

Andri Birgisson

Markþjálfi
Image Description

Laufey Haraldsdóttir

ACC Markþjálfi
Senda skilaboð
Skrá mig – á námskeiðið. Skráning

Stjórnunardrama er námskeið fyrir fólk sem vill hækka tilfinningagreind sína, bæta samskipti og skapa betri móral í kringum sig. Samskipti er risa partur af lífi flestra, en ekki eru öll samskipti uppbyggileg. Þvert á móti. Stóran hluta samskipta má flokka undir stjórnunarhætti sem við köllum stjórnunardrama. Stjórnunardrama er ómeðvituð hegðun sem fólk beitir á hvort annað til þess að stjórna með því að spila inná tilfinningar. Þessi ómeðvitaða hegðum veldur niðurbroti hvar sem henni er beitt. Hvort sem það er á vinnustað, heimili, meðal vina eða ókunnugra. Við upprætum stjórnunardrama með því að dýpka skilning okkar á því og vera meðvituð um það.

Oftar en ekki eru verkefnin sem við stöndum frammi fyrir í daglegu lífi ekki skemmtilegri en fólkið sem við erum að vinna með. Leiðinleg verkefni geta orðið skemmtileg með rétta fólkinu og öfugt. Með því að læra að þekkja einkenni stjórnunardrama og læra bregðast við því getum við stuðlað að sjálfsjafnvægi og uppbyggilegum samskiptum í okkar daglega lífi.

Á þessu námskeiði lærum við að þekkja hegðunarmynstur stjórnunardrama, sem flokka má í fjóra flokka. Við öðlumst skilning á orsök og afleiðingu þess. Lærum að verjast og uppræta stjórnunardrama. Þar með öðlumst við tilfinningalegt sjálfstæði. Eftir þetta námskeið verður þú í hópi þeirra sem geta breytt erfiðum aðstæðum í góða skemmtun fyrir bæði þig og aðra. Þetta námskeið er bæði biturt meðal fyrir neikvæða stjórnunarhætti og uppbyggjandi fyrir jákvæð samskipti.

Námskeiðið er gagnlegt fyrir vinnustaði og aðra hópa og hentar öllum sem vilja bætt samskipti og hækka tilfinningagreind, fyrirbyggja skemmandi hegðun og tryggja uppbyggilegt viðhorf.

  • 4stundir
  • 2dagar
  • 17.600kr

Spurningar berist á virkja[hjá]localhost/virkja
Sími 519 3880
Hvar Strandgata 11, Hafnarfjörður

tryggjum 100% ánægju

Við tryggjum 100% ánægju

Ef þessi vara stenst ekki væntingar þínar af einhverjum ástæðum getur þú haft samband innan 30 daga frá því að námskeiði lýkur til þess að fá fulla endurgreiðslu.

Hafa samband

Næstu námskeið

  • Engin opin námskeið eru á döfinni
  • Bóka þetta námskeið fyrir hóp?