Vefsíðugerð fyrir byrjendur
Lærðu að kóða þína eigin síðu
Leiðbeinendur

Bergur Ingi
Leiðbeinandi
Andri Birgisson
MarkþjálfiNámskeið í vefsíðugerð er frábær grunnur fyrir alla sem kunna lítið eða ekkert í vefkóðun og vilja læra þann grunn sem gerir vefsíður. Á þessu námskeiði verður farið yfir HTML, CSS og PHP og hvaða hlutverki hvert og eitt gegnir. Einnig verður farið yfir algengustu forritin sem notuð eru til að auðvelda vinnuna og hvernig þau eru sett upp. Að lokum púslum við saman öllu því sem við höfum lært og búum til stórfenglega vefsíðu.
Hvort sem þú ætlar að læra forritun í háskóla, sinna starfi sem vefstjóri, eða bara leika þér heima að búa til vefsíður. Þá er þetta námskeið frábært grunnur fyrir alla.
Hvað þarf ég að hafa?
- Fartölvu sem keyrir á window, macOS eða linux
- Almenna tölvukunnáttu
- Almenna enskukunnáttu
Hvað þarf ég ekki að hafa?
- Kunnáttu í vefkóðun (html, css, javascript, php)
Á þessu namskeiði munum við
- Læra hvað HTML, CSS og PHP er og hlutverk þeirra í vefsíðugerð
- Setja upp staðbundið (e. Local) umhverfi
- Búa til forsíðu
- Búa til haus (e. Header) og fót (e. Footer) og tengja við síður
- Búa til valmyndir (e. Menu)
- Búa til síður og undirsíður
Að námskeiði loknu, verða nemendur komnir með góðan grunn til að smíða vefsíðu frá grunni.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá máttu endilega heyra í okkur.
Hvenær?
Námskeiðið er haldið á þremur dögum og er alls 9 tímar. Frá 18:00-21:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá 09:00-12:00 á laugardögum.
Innifalið
Kennsluefni fylgir með í formi PDF
-
9stundir
-
3dagar
-
39.600kr

Við tryggjum 100% ánægju
Ef þessi vara stenst ekki væntingar þínar af einhverjum ástæðum getur þú haft samband innan 30 daga frá því að námskeiði lýkur til þess að fá fulla endurgreiðslu.
Hafa samband-
Engin opin námskeið eru á döfinni
-
Bóka þetta námskeið fyrir hóp?