Leiðbeinendur

Image Description

Bergur Ingi

Leiðbeinandi
Image Description

Andri Birgisson

Markþjálfi
Senda skilaboð

WordPress námskeið fyrir byrjendur

Vefsíða frá grunni

Vefsíðugerð er orðið ansi vítt hugtak í dag. Mikil þróun hefur átt sér stað síðasta áratuginn á því sviði og teygir vefsíðugerð anga sína margar áttir þ.á.m hönnun, forritun, umsjón, markaðssetningu o.fl. WordPress hefur staðist þolraunir þessarar þróunar með mikilli prýði og keyrir drjúgan hluta af vefsíðum internetsins í dag, og ekki af ástæðulausu. WordPress er mjög sveigjanlegt á þann hátt að hægt er að nota það sem umsjónarkefi fyrir vefsíður, vefverslanir, blogg, samfélagssíður og margt fleira. En það er einnig einfalt í notkun og gerir fólki kleyft að smíða alvöru vefsíður án þess að þurfa að kunna forritun eða vefkóðun. Mörg fyrirtæki leitast eftir því að ráða starfsfólk með almenna þekkingu á WordPress. Á þessu námskeiði grisjum við leiðina að því að læra uppsetningu og viðhald vefsíðna á mjög hnitmiðaðan hátt og án ónauðsynlegra útúrdúra.

Hvað þarf ég að hafa?

 • Fartölvu sem keyrir á window, macOS eða linux
 • Almenna tölvukunnáttu
 • Almenna enskukunnáttu

Hvað þarf ég ekki að hafa?

 • Kunnáttu í vefkóðun (html, css, javascript, php)

Á þessu namskeiði munum við

 • Setja upp staðbundið (e. Local) umhverfi fyrir WordPress
 • Setja upp WordPress kerfið og tengjast gagnagrunni
 • Finna og setja upp þema (e. Theme)
 • Búa til valmyndir (e. Menu)
 • Setja inn fréttir
 • Búa til síður og undirsíður
 • Finna og setja upp viðbætur (e. Plugins)
 • Búa til aðgang fyrir nýja notendur og aðgangsstýringu
 • Fara yfir allar mikilvægustu stillingarnar í bakendanum

Að námskeiði loknu, verða nemendur komnir með góðan grunn til að sinna vefumsjón.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá máttu endilega heyra í okkur.

Hvenær?

Námskeiðið er haldið á þremur dögum og er alls 9 tímar. Frá 18:00-21:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá 09:00-12:00 á laugardögum.

Innifalið

Kennsluefni fylgir með í formi PDF

 • 9stundir
 • 3dagar
 • 39.600kr

Spurningar berist á laufey[hjá]virkja.is
Sími 663 6352
Hvar Strandgata 11, Hafnarfjörður

Næstu námskeið