WordPress námskeið fyrir byrjendur

Vefsíða frá grunni

Leiðbeinendur

Image Description

Bergur Ingi

Leiðbeinandi
Image Description

Andri Birgisson

Markþjálfi
Senda skilaboð
Skrá mig – á námskeiðið. Skráning

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja komast hratt af stað í vefsíðugerð. Þátttakendur læra að setja upp eigin vefsíðu frá grunni með WordPress vefumsjónarkerfinu og enda á því að setja vefinn upp á eigin hýsingu.

Vefsíðugerð er orðið mjög vítt hugtak í dag. Mikil þróun hefur átt sér stað síðasta áratuginn á því sviði og teygir vefsíðugerð anga sína margar áttir þ.á.m hönnun, forritun, umsjón, markaðssetningu o.fl. WordPress hefur staðist þolraunir þessarar þróunar með mikilli prýði og keyrir drjúgan hluta af vefsíðum internetsins í dag, og ekki af ástæðulausu. WordPress er mjög sveigjanlegt á þann hátt að hægt er að nota það sem umsjónarkefi fyrir vefsíður, vefverslanir, blogg, samfélagssíður og margt fleira. En það er einnig einfalt í notkun og gerir fólki kleyft að smíða alvöru vefsíður án þess að þurfa að kunna forritun eða vefkóðun. Mörg fyrirtæki leitast eftir því að ráða starfsfólk með almenna þekkingu á WordPress. Á þessu námskeiði grisjum við leiðina að því að læra uppsetningu og viðhald vefsíðna á mjög hnitmiðaðan hátt og án ónauðsynlegra útúrdúra.

Ég upplifði námskeiðið meira sem einkakennslu í notalegum hópi.
Image Description

Sólrún Ásta

Suðurhlíðarskóli

Innifalið

 • Frí þriggja mánaða vefhýsing
 • Kennsluefni fylgir með í formi PDF
 • Aðgangur að Facebook hóp fyrir aukinn stuðning eftir námskeiðið
 • Aðstoð við að setja síðu upp á hýsingu og tengja lén ef þess er óskað

Hvað þarf ég að hafa?

 • Fartölvu sem keyrir á window, macOS eða linux
 • Almenna tölvukunnáttu
 • Almenna enskukunnáttu

Hvað þarf ég ekki að hafa?

 • Kunnáttu í vefkóðun (html, css, javascript, php)

Á þessu namskeiði munum við

 • Setja upp WordPress á hýsingu
 • Finna og setja upp þema (e. Theme)
 • Búa til valmyndir (e. Menu)
 • Setja inn fréttir
 • Búa til síður og undirsíður
 • Finna og setja upp viðbætur (e. Plugins)
 • Búa til aðgang fyrir nýja notendur og aðgangsstýringu
 • Fara yfir allar mikilvægustu stillingarnar í bakendanum

Að námskeiði loknu, verða nemendur komnir með góðan grunn til að sinna vefumsjón.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá máttu endilega heyra í okkur.

Hvenær?

Námskeiðið er haldið á þremur dögum og er alls 9 tímar.
Þriðjudögum kl. 18:00-21:00
Fimmtudögum kl. 18:00-21:00
Sjá næstu námskeið

Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Kannaðu rétt þinn hjá þínu stéttafélagi.

 • 9stundir
 • 3dagar
 • 49.990kr

Spurningar berist á virkja[hjá]virkja.is
Sími 663 6352
Hvar Pallett, Strandgata 75, Hafnarfjörður

tryggjum 100% ánægju

Við tryggjum 100% ánægju

Ef þessi vara stenst ekki væntingar þínar af einhverjum ástæðum getur þú haft samband innan 30 daga frá því að námskeiði lýkur til þess að fá fulla endurgreiðslu.

Hafa samband

Næstu námskeið


Umsagnir

Image Description

WordPress námskeið þeirra Andra og Bergs Inga uppfyllti væntingar mínar um hagnýta, faglega og vandaða kennslu. Góður grunnur var lagður að skilningi á ýmsu því sem kunna þarf góð skil á; bakenda WorldPress (Dashboard) uppsetningu á síðum, útlistsmótun, innsetningu myndbanda, texta- og myndvinnslu auk annars. Námskeiðið kemur til með að koma töluvert áleiðis til aukinnar þekkingar á þessu notendavæna og frábæra vefhönnunarkerfi. Ég get heilshugar mælt með þessu námskeiði þeirra hjá Virkja.

Marteinn Steinar

Frábært námskeið sem fór langt fram úr væntingum

Samúel Guðmundsson
Image Description
Image Description

Mjög hnitmiðað og gott námskeið. Jákvæðir, þolinmóðir og hjálpsamir kennarar.

Áslaug Davíðsdóttir

Frábært námskeið sem opnaði nýja sýn á WordPress og snilldar leiðbeinendur með óendanlega þolinmæði :)

Berglind Guðmundsdóttir
Image Description
Image Description

Mjög góð leiðsögn og kennsla fyrir mig sem algjöran byrjanda í WordPress. Ég mæli heilshugar með svona námskeiði fyrir þá sem vilja setja upp heimasíðu, vinna með vefsíður eða bara fá innsýn í heim vefsíðugerðar.

Kristín Þórðardóttir

Sótti námskeiðið hjá Virkja. Leiðbeinendurnir Andri og Bergur voru ótrúlega færir í sínu fagi, þolinmóðir að kenna mér undirstöðuatriði í heimasíðugerð. Ég hafði engan grunn í heimasíðugerð en á þessum þremur kvöldum náði ég næstum því að full gera heimasíðuna mína. Mæli 100% með þeim ef þið ætlið að gera heimasíðu fyrir ykkur eða ykkar fyrirtæki. Takk fyrir mig.

Guðmundur Atli Ásgeirsson
Image Description
Image Description

Frábært námskeið í alla staði og mikla hjálp að fá á námskeiðinu og þegar heim er komið. Virkilega flott námskeið mæli með þessu fyrir alla.

Jón Þór Guðmundsson

Ég mæli 100% með námskeiðinu, algjör snilld! Með aðstoð frá Berg og Andra náði ég að setja upp alveg nýja vefsíðu frá grunni sem var klár í lok námskeiðsins. Ótrúlegt hvað maður náði að læra mikið um vefsíðugerð á svona stuttum tíma. Einnig var góð eftirfylgni eftir námskeiðið, ef það var eitthvað sem vantaði aðstoð við að koma vefsíðunni í loftið.

Júlía Ólafsdóttir
markadskynningar.is
Image Description
Image Description

Virkilega gott "hands on" námskeið. Hef fiktað við WordPress í 3 ár en lærði alveg helling hjá Begga og Andra. Afslappað og gott andrúmsloft, mæli 100% með þessu námskeiði.

Ólafur Jónsson
leitarvelar.is og jons.is

Ég er mjög ánægð með námskeiðið! Ég lærði heilmargt sem mun nýtast mér svo vel í starfi. Ég er alveg heilluð af WordPress umhvefinu, hefði ekki getað trúað hversu einfalt það er :) Ég upplifði námskeiðið meira sem einkakennslu í notalegum hópi, það kom sárasjaldan fyrir að ég þyrfti að bíða eftir aðstoð og ef það gerðist þá var það í mjög stutta stund.

Sólrún Ásta
Suðurhlíðarskóli
Image Description
Image Description

Ég hafði enga reynslu af WordPress og náði að skilja og koma mér vel af stað með síðuna mína. Þægilegt andrúmsloft var á námskeiðinu og mjög góð kennsla. Ég er mjög ánægð með þetta námskeið og mælið hiklaust með því.

Rannveig Þyri

Ég er algjörlega í skýjunum með námskeiðið. Var við það að gefast upp á að láta gamlan draum um lítið matarblogg rætast, en eftir aðeins 9 klst með þeim snillingum Begga og Andra er staðan allt önnur! Og þeir eiga btw skilið þolinmæðis- og liðlegheitaverðlaunin 2019 :) Takk fyrir mig!

Stella Rún
Matarbloggari
Image Description
Image Description

Ég mæli hiklaust með byrjenda námskeiði í WordPress vefsíðugerð hjá Virkja. Ég kunni smá í WordPress en var langt frá því að vera örugg um hvað ég var að gera, hef lengi langað til að læra og vinna við að setja upp vefsíður. Þeir Bergur Ingi og Andri tóku sérlega vel á móti okkur og andrúmsloftið var létt. Þeir komu efninu mjög vel til skila og ég fer full af áhuga og kunnáttu út í frumskóg vefsíðugerðar. Takk strákar mæli 100% með námskeiðum ykkar.

Sigrún I. Sveinbjörnsdóttir

Þetta var alveg rétta námskeiðið fyrir mig, sem langaði að gera mína eigin vefsíðu. Ég lærði ekki bara að velja útlit og færa inn efni, heldur fékk ég líka svo mikla hjálp við uppsetningu og tengingu hjá Bergi og Andra. Nú er ég líka fær um að sjá um heimasíðu vinnuveitanda míns.

Herdís Kristjánsdóttir
Image Description