Virkja býður upp á vandað nám í markþjálfun þar sem aðferðafræði markþjálfunar er kennd af mikilli ástríðu. Leiðbeinendur okkar eru meðal reynslumestu markþjálfa landsins og eiga samanlagt mörg þúsund klukkustundir í markþjálfasamtölum að baki.
PCC Markþjálfi
Marþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að hjálpa þér að hámarka möguleika þína til vaxtar. Viðfangsefni markþjálfunar geta meðal annars verið persónulegur vöxtur, aukin lífsgæði, betri frammistaða og árangur eða hvað annað sem þú vilt einblína á.
Okkar helsta markmið er að styrkja sálrænt öryggi í teymum, þar sem skapað er traust umhverfi fyrir meðlimi til að tjá sig frjálslega og rækta nýjar hugmyndir án ótta við gagnrýni. Þetta stuðlar að opinni samskiptamenningu, virkri endurgjöf og samvinnu.
Teymi samanstendur af einstaklingum með fjölbreytta styrkleika og færni sem vinna að sameiginlegum markmiðum. Við leggjum áherslu á samvinnu og vöxt teymisins sem heild ásamt því að styðja við vöxt hvers og eins, sem stuðlar að sameiginlegum árangri.
Efling og vöxtur teyma: Við bjóðum upp á sérhæfða teymisþjálfun fyrir teymi sem leitast við að styrkja sig og ná framúrskarandi árangri.