Við stuðlum að vexti

Taktu næsta skref í átt að þínum árangri

Virkja býður upp á vandað nám í markþjálfun þar sem aðferðafræði markþjálfunar er kennd af mikilli ástríðu. Leiðbeinendur okkar eru meðal reynslumestu markþjálfa landsins og eiga samanlagt mörg þúsund klukkustundir í markþjálfasamtölum að baki.

„Ég er búin að vaxa um nokkur númer eftir námið. Þessi vegferð hefur verið gjöf sem erfitt er að koma í orð. Ég mæli heilshugar með þessu námi ef þú ert tilbúin að vaxa og verða betri útgáfa af sjálfri þér."
Bergþóra Kummer
BK decor
„Nám í markþjálfun kennir ótrúlega áhrifaríka samskiptaaðferð sem mun koma til með að nýtast vel í öllum mínum samskiptum í framtíðinni. Faglegt og hnitmiðað nám kennt af mikilli ástríðu fyrir viðfangsefninu."
Eygló Scheving
Tónlistakona

Viltu læra markþjálfun?

Næsta námskeið hefst 19. september

Viltu læra markþjálfun?

Næsta námskeið hefst 19. september

Laufey Haralds

PCC Markþjálfi

Einstaklingsmarkþjálfun

Marþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að hjálpa þér að hámarka möguleika þína til vaxtar. Viðfangsefni markþjálfunar geta meðal annars verið persónulegur vöxtur, aukin lífsgæði, betri frammistaða og árangur eða hvað annað sem þú vilt einblína á.

Hlustunargeta Laufeyjar nær miklu lengra og dýpra en flestra annarra. Og hjartalagið hennar sem fylgir þessari hlustun er svo kærleiksríkt að mín reynsla af því að fara í markþjálfun til hennar gerði það nánast ómögulegt annað en að mæta sjálfum mér. Svo ef það er það sem þú raunverulega vilt, að átta þig betur á því hver þú ert og hvað þú þarft þá mæli ég með markþjálfun hjá Laufeyju.
Örn Haraldsson
Teymisþjálfari og markþjálfi

Markmið teymisþjálfunar

Okkar helsta markmið er að styrkja sálrænt öryggi í teymum, þar sem skapað er traust umhverfi fyrir meðlimi til að tjá sig frjálslega og rækta nýjar hugmyndir án ótta við gagnrýni. Þetta stuðlar að opinni samskiptamenningu, virkri endurgjöf og samvinnu.

Hvað gerir hóp að teymi

Teymi samanstendur af einstaklingum með fjölbreytta styrkleika og færni sem vinna að sameiginlegum markmiðum. Við leggjum áherslu á samvinnu og vöxt teymisins sem heild ásamt því að styðja við vöxt hvers og eins, sem stuðlar að sameiginlegum árangri.

Teymisþjálfun

Efling og vöxtur teyma: Við bjóðum upp á sérhæfða teymisþjálfun fyrir teymi sem leitast við að styrkja sig og ná framúrskarandi árangri.

Samkvæmt ICF (International Coaching Federation), er teymisþjálfun samskapandi ígrundunarferli sem hjálpar teymum að hámarka hæfileika sína og ná tilsettum markmiðum.

Við störfum í samræmi við siðareglur og staðla ICF, sem undirstrikar mikilvægi fagmennsku í allri okkar teymisþjálfun."
Rúna Björg
Markþjálfi og teymisþjálfari