Fagleg markþjálfun

Taktu næsta skref í átt að þínum árangri

Image Description

Árangur og vöxtur

Markþjálfun er fyrir þig ef þú vilt ná auknum árangri og alvöru vexti.

Alvöru árangur

Markþjálfun hjá okkur snýst ekki bara um að koma þér þangað sem þú vilt fara. Við stuðlum að innri vexti samhliða sem er grundvöllur þess að geta notið ferðarinnar og árangursins. Ef við höfum ekki ánægju af því sem við erum að gera, þá verður þeim mun erfiðara að gera það og áhugaleysið mun endurspeglast í útkomunni. Það er ekki árangur.

Image Description
Bóka tíma í markþjálfun
Image Description

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er samtalstækni sem miðar að því að hjálpa þér að finna rétta stefnu, leiðina og lausninar sjálf(ur). Viðfangsefni markþjálfunar geta m.a. verið persónulegur vöxtur, aukin lífsgæði og eða betri framistaða og árangur. Árangurinn er það sem þú ákveður að hann sé. Þannig er markþjálfi liðsmaður í þínu ferðalagi. Hann heldur utan um ferlið og beinir þér að kjarna málsins með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum og skapar rými fyrir viðhorfsbreytingar.

Fjar-markþjálfun

Fjar-markþjálfun er orðin algeng og víða mjög vinsæl. Fjar-markþjálfun fer fram í gegnum tölvu eða síma. Lengd samtalsins fer eftir því hvað markþeginn sækist eftir og hvar samband markþjálfa og markþega stendur. Algengasta lengd af samtali er um 1 klst

Markþjálfun á netinu eða í síma getur verið alveg jafn gefandi eins og augliti til auglitis. Mestu skiptir að bæði markþjálfi og markþegi séu í öruggu umhverfi þar sem engin hætta er á utanaðkomandi truflun.

Fjar-markþjálfun getur hentað þeim sem búa út á landi, erlendis og eða fólki sem kýs frekar þessa leið.

Bóka tíma
Image Description

Fagmenska í fyrirrúmi

Virkja vinnur eftir skilyrðum og siðareglum ICF (International Coach Federation) sem eru alþjóðleg samtök markþjálfa sem heldur utan um fagmennsku markþjálfunar. Hjá Virkja markþjálfun skiptir fagmennska okkur miklu máli.

Bóka tíma

Virkja býður uppá nokkrar leiðir í markþjálfun. Þú getur bókað tíma í síma 663 6352. Eða sent okkur tímafyrirspurn hér.

Ert þú með fyrirspurn?

Virkjum möguleika okkar til vaxtar

Hafðu samband
Image Description