Við erum Virkja

Image Description

Virkja

Virkja er fyrirtæki stofnað af ástríðu fyrir því að stuðla að vexti og árangri. Í okkar augum er árangur ekki raunverulegur nema að hægt sé að njóta hans og leiðarinnar að honum. Við trúum því að hver einstaklingur búi yfir þeim töfrum sem þarf til þess að skapa sér þann veruleika sem leyfir honum að blómstra og njóta sín. Okkar hlutverk er að hjálpa þér að virkja þessa töfra.

Image Description

Sprottið af ástríðu

Virkja var stofnað af Laufeyju Haraldsdóttur í byrjun árs 2018. Laufey lærði markþjálfun hjá Evolvia og þekkir það af eigin reynslu hvað markþjálfun getur gert fyrir fólk sem vill ná lengra á sinn eigin mælikvarða. Laufey er frumkvöðull og hefur komið víða við í atvinnulífinu. Ástríða hennar fyrir markþjálfun hefur spilað stóran þátt í lífi hennar og í dag er hún starfandi ACC markþjálfi. Hún vinnur með einstaklingum, hópum og fyrirtækjum ásamt því að halda uppbyggjandi námskeið og fyrirlestra. Hún er einnig í frábæru kennara teymi Profectus og kennir þar gunnnám markþjálfunar.

Teymið

Við erum Virkja

Laufey Haraldsdóttir

Framkvæmdarstjóri og stofnandi

Laufey starfar sem markþjálfi ásamt því að kenna grunn og framhaldsnám í markþjálfun hjá Profectus. Hún brennur fyrir að skapa og sjá vöxt hjá sjálfum sér og öðrum.

Andri Birgisson

Andri hefur yfir tíu ára reynslu í hugbúnaðarþróun og nýsköpun. Hann hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi og stofnandi fjölda fyrirtækja. Seinustu ár hefur vitundarsköpun hjá honum sjálfum og öðrum spilað stærra hlutverk.

Andri Birgisson

Bergur Ingi Pétursson

Bergur er afreksmaður á mörgum sviðum. Hann starfar sem þjálfari og leiðbeinandi hjá Virkja. Bergur hefur mikla reynslu af rekstri fyrirtækja og verkefnaumsjón.

Bergur Ingi Pétursson

Viltu vinna með okkur?

Virkjum möguleika okkar til vaxtar

Hafðu samband
Image Description