Við erum Virkja

Image Description

Virkja

Virkja er fyrirtæki stofnað af ástríðu fyrir því að stuðla að vexti og árangri.
Í okkar augum er árangur ekki raunverulegur nema að hægt sé að njóta hans og leiðarinnar að honum. Við trúum því að hver einstaklingur búi yfir þeim töfrum sem þarf til þess að skapa sér þann veruleika sem leyfir honum að blómstra og njóta sín. Okkar hlutverk er að hjálpa þér að virkja þessa töfra.

Image Description

Við erum Virkja

Alma J. Árnadóttir

Leiðbeinandi og mentor, PCC.

Alma er leiðbeinandi í námi í markþjálfun og gegnir hlutverki mentors í einkatímum fyrir nemendur. Alma er PCC gæðavottaður markþjálfi frá ICF. Hún er einnig löggiltur grafískur hönnuður með stjórnunarreynslu úr skapandi störfum og allt sem hún kemur nálægt verður fegurðin ein.

Alma j.

Laufey Haralds

Framkvæmdastjóri og stofnandi, PCC.

Laufey er PCC gæðavottaður markþjálfi frá ICF, reyndur leiðbeinandi í markþjálfanámi og stofnandi og framkvæmdarstjóri Virkja. Laufey er sannkallað náttúruafl og ástríða hennar fyrir því að sjá fólk vaxa og blómstra er hvatinn að stofnun markþjálfa-skólans.

Arnór Már Másson

Leiðbeinandi, MCC.

Arnór Már er einn færasti og ástsælasti markþjálfi landsins með yfir sjö þúsund klukkustunda samtalareynslu að baki. Arnór er sérlega líflegur og þrautreyndur leiðbeinandi í markþjálfanámi, með MCC gæðavottun frá ICF, BSc í sálfræði frá HÍ og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, Hí og NMÍ.

Rúna Björg Sigurðardóttir

Leiðbeinandi og teymisþjálfi, ACC.

Rúna er leiðbeinandi í námi í markþjálfun með sérhæfingu í teymisþjálfun. Hún er með ACC gæðavottun sem markþjálfi frá ICF, BSc í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti og meistaragráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Það er geislar af henni Rúnu.

Rúna Björg

Viltu vinna með okkur?

Virkjum möguleika okkar til vaxtar

Hafðu samband
Image Description