Skilmálar Virkja

 

Vafrakökur (e. cookies)

Vafrakökur (e. cockies), eru notaðar á til að telja og greina heimsóknir á vefinn.  Notendur vefsins geta stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af þessum vafrakökum eða hafni þeim með öllu. Upplýsingar sem safnast með þessari aðferð verða notaðar með ábyrgum hætti og eingöngu til greiningar á heimsóknatölfræði.

Öryggi

Það er öruggt að versla í vefverslun hjá Virkja. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu. Farið er með öll gögn og upplýsingar sem trúnaðarmál. Gögn og upplýsingar eru ekki afhentar til þriðja aðila. Virkja má hins vegar nota upplýsingarnar til að upplýsa um viðburði félagsins.

Greiðslumöguleikar

Vefverslun Virkja býður upp á að greiða með kreditkorti, debetkorti, millifærslum og Netgíró. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar pöntun hefur borist.

Endurgreiðsla

Ef þessi vara stenst ekki væntingar þínar af einhverjum ástæðum getur þú haft samband innan 30 daga frá því að námskeiði lýkur til þess að fá fulla endurgreiðslu.