fbpx
Námið
Markþjálfun Greinar Um okkur

Leiðbeinendur

markþjálfi

Laufey Haralds

PCC markþjálfi

Arnór Már

MCC markþjálfi

Rúna Björg

ACC markþjálfi

Alma j.

Alma

PCC markþjálfi

Snemmskráning

Skráning er hafin fyrir nám í markþjálfun sem hefst í september. Nemendur sem skrá sig í námið fyrir 22. apríl fá 10% afslátt af námsgjaldi. Við bjóðum uppá sveiganlega greiðslumöguleika sjá nánar hér

Viltu læra markþjálfun?

Næsta lotunám hefst 19. september

Bókaðu námskynningu hjá okkur

Við bjóðum þér á 20 mínútna fría námskynningu.

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er samtalstækni sem miðar að því að hjálpa þeim sem sækja markþjálfun að hámarka möguleika sína til vaxtar. Viðfangsefni markþjálfunar geta verið persónulegur vöxtur, aukin lífsgæði, betri frammistaða eða hvað annað sem markþeginn ákveður að einbeita sér að. Í markþjálfun er lögð áhersla á samvinnu milli markþjálfa og markþega. Markþjálfinn er liðsmaður í persónulegri vegferð markþegans. Hann heldur utan um ferlið, beitir virkri hlustun og aðstoðar við að beina sjónum að kjarna málsins. Það gerir hann með speglun, óhindruðum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum, því þannig skapast rými til viðhorfsbreytinga, sjálfsskoðunar og vaxtar þar sem markþeginn leitar að og finnur eigin lausnir.

Það sem einkennir okkur hjá Virkja

Við erum öflugt og reynslumikið leiðbeinendateymi sem hefur einstaka hæfni í að hlusta á hópinn og einstaklinginn um leið, í þessu vaxtarferli sem námið er. Okkar áhersla er á að aðstoða nemandann við að vaxa og ná þeim árangri sem hann hefur væntingar um. Við köfum á dýptina með hverjum nemanda, skoðum og virkjum valin gildi eða viðhorf og aukum skilning á flóknum hugtökum eins og; meðvitund, athygli og orku. Við fléttum þessum hugtökum inn í aðferðina og kennum hvernig aukin meðvitund hefur bein áhrif á líðan og það hvernig við birtumst í öllum aðstæðum og samskiptum við annað fólk.
Ef þú finnur fyrir löngun til að vaxa sem manneskja, vaxa í starfi eða færast upp á næsta stig í þínu lífi, þá ert þú á hárréttum stað fyrir markþjálfanám. Við það að auka sjálfsvitundina er um leið lagður grunnur að því að hlusta af dýpt á aðra sem er forsenda hverskyns árangurs. Við höfum mikla ástríðu fyrir faginu og einlægt traust á umbreytingarmætti markþjálfaaðferðarinnar fyrir öll þau sem vilja læra að tileinka sér hana. Aðferðin hefur sýnt og sannað gildi sitt í hvert skipti sem henni er beitt.

Nám í markþjálfun fer fram með beinni fræðslu, umræðum, sýnikennslu og æfingum. Námið er kennt á íslensku og er samtals 67 klukkustundir, skipt niður í þrjár lotur. Námsefnið miðar að því að nemendur læri grunnhæfnisþætti markþjálfunar samkvæmt stöðlum ICF (International Coaching Federation), sem er grundvöllur viðurkenndrar og árangursríkrar markþjálfunar.

Markþjálfunarnámið okkar hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun frá ICF (International Coaching Federation), sem staðfestir gæði og fagmennsku námsins.

Námið er staðarnám að mestum hluta og fer kennsla fram í Sköpunarsetrinu Síðumúla 35, 108 Reykjavík.

Grunnhæfnisþættir markþjálfunar:

Hvað segja nemendur um námið?

Hvernig er námið?

Í fyrstu lotu fáum við góða yfirsýn yfir samtalstæknina, öðlumst djúpan skilning á hæfnisþáttum markþjálfunar og kynnumst því hvaða eiginleika hún inniheldur og hvers hún er megnug. Nemandinn öðlast færni í aðferðinni til þess að geta farið að nota hana og æfa sig utan skólastofunnar. Einnig er lögð áhersla á að hver og einn nemandi fái að upplifa krafta markþjálfunaraðferðarinnar á eigin skinni og öðlast þannig dýpri skilning á sjálfum sér og öðrum. Í lok fyrstu lotu fá nemendur úthlutað mentormarkþjálfa en hver og einn nemandi fær þrjá einstaklingstíma hjá reyndum mentormarkþjálfa á meðan á náminu stendur.

Í annarri lotu förum við á dýptina, köfum í kjarna manneskjunnar og rannsökum flókin fyrirbæri eins og meðvitund og lífsorku auk þess að læra á verkfæri til þess að byggja upp okkar innri styrk og vöxt. Einnig förum við dýpra í lykilþætti markþjálfunar og vinnum verkefni sem styrkja okkur í hlutverki markþjálfans.

Í þriðju lotu kynnumst við fleiri verkfærum og aðferðum sem við getum notað í markþjálfun. Einnig skoðum við muninn á hópmarkþjálfun og teymismarkþjálfun. Á síðasta degi lotunnar, sem einnig er hátíðisdagur, leggjum við lokahönd á námsefnið og lærdóminn. Eftir hádegi fögnum við árangrinum og vextinum sem átti sér stað á meðan á náminu stóð.

Á milli lota er heimanám, þar sem hver og einn nemandi markþjálfar samanlagt í sex klukkustundir á milli lotu 1 og 2 og aðrar sex klukkustundir á milli lotu 2 og 3.

Nokkrum vikum eftir útskrift er námshópnum boðið upp á hóptíma hjá mentormarkþjálfa. Þessir tímar eru hugsaðir sem eftirfylgni til að hjálpa nemendum að viðhalda þeim vexti sem hefur átt sér stað í náminu sjálfu en ekki síður til þess að halda áfram að þróa sig í hlutverki markþjálfans. Þessir tímar eru nokkrum vikum eftir útskrift og telja þrjú skipti en samanlagt um sjö klst. mentorstundir.
Fyrsta skiptið er þriggja klst. staðtími en hin tvö skiptin fara fram á netinu og taka tvær klst. hvert.

Í kjölfar skráningar er staðfestingargjald greitt, kr. 50.000 í gegnum kröfu sem er send í heimabanka. Staðfestingargjaldið dregst frá heildarupphæðinni og er óendurkræft. Við munum svo vera í sambandi í gegnum tölvupóst með hvernig þú vilt haga eftirliggjandi greiðslu.
Ef óskað er eftir því að dreifa greiðslum er hægt að hafa samband á virkja[hjá]virkja.is og kanna möguleikana frekar. Við hvetjum þig til að kynna þér rétt þinn á niðurgreiðslu námsgjalda hjá þínu stéttarfélagi en mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms í markþjálfun. Áður en styrkur er sóttur þarf námsgjald að vera greitt að fullu.

67 stundir

67 klukkustunda staðarnám í þremur lotum með heimanámi á milli

8 dagar

Samanlagt átta heilir kennsludagar

10 mentor tímar

10 tímar hjá mentor markþjálfa þar af þrír einstaklingstímar

Næstu námskeið

13. mars - 5. mars

19. september - 17. nóvember

Spurningar berist á

virkja@virkja.is

Sími

663 6352

Staðsetning

Síðumúli 35

Umsagnir nemenda

Takk elsku Laufey fyrir að halda/skapa svona fallegt rými fyrir námið. Ég er búin að vaxa um nokkur númer eftir námið. Þessi vegferð hefur verið gjöf sem erfitt er að koma í orð. Ég mæli heilshugar með þessu námi ef þú ert tilbúin að vaxa og verða betri útgáfa af sjálfri þér, þá ertu komin á rétta staðinn.
Bergþóra Kummer
BK Dekor
Vááá… þvílíka gjöfin sem leiðbeinendur námsins voru fyrir mig og umheiminn að mínu mati. Metnaður þeirra og ástríðan þeirra á markþjálfun og nemendum sínum skín í gegn allan tímann. Öllum er mætt með aðdáunarverðri hlýju og stuðning í gegnum allt námið. Hvatning þeirra gerir það að verkum að sjálfsefling hvers og eins fær að njóta sín á nýju sviði. Þetta nám gaf mér ofboðslega öflug verkfæri til að efla mig sem manneskju og markþjálfa á komandi misserum. Ég hlakka til framtíðarinnar. Takk fyrir að gefa mér það og allt hitt.
Elías Þór Haraldsson
Markþjálfunarnámið hjá Virkja kennir ótrúlega áhrifaríka samskiptaaðferð sem mun koma til með að nýtast vel í öllum mínum samskiptum í framtíðinni. Hefur aukið hæfni mína í samskiptum, kennt mér að skapa mér og öðrum skýran fókus á það sem skiptir máli. Framúrskarandi leiðbeinendur eru það sem stendur helst upp úr. Faglegt og hnitmiðað nám kennt af mikilli ástríðu fyrir viðfangsefninu.
Eygló Scheving
Tónlistarkona
Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka til námsins míns hjá Virkja er heiðarleiki, virðing og kærleikur. Þekkir þú tilfinninguna þegar hugur, hjarta og talandi er í flæði? Þegar þú ert 100 % í sjálfri/sjálfum þér í fullkomnu jafnvægi með hvað þú hugsar, hvað þú segir og hvað þú finnur í hjartanu. Það er einmitt þar sem kraftaverkin gerast. Það er hressilega farið í gegnum atriði í náminu sem kafa ofan í sjálfið, minna mann á hver maður er og fyrir hvað maður stendur og um leið veitir námið aðgang að frábærri verkfærakistu inn í framtíðina. Það eru til allskonar leiðir til að ná sér í markþjálfunarmenntun og ég hef oft verið á leiðinni í það en ástæðan fyrir að ég tók loksins skrefið hjá Virkja var þetta fullkomna traust. Ég vissi að ég væri á réttum stað, vissi að Laufey hefði að geyma þau gildi sem eru mér svo mikilvæg. Elsku Laufey, Rúna og Arnór, takk óendanlega fyrir ykkur ❤ Ef ég dreg námið saman í eitt orð þá er lykilorðið: ❤ „TÖFRAR“ ❤
Guðrún Helga Árnadóttir
Eftir að hafa markþjálfun í huga í nokkur ár og síðan fá markþjálfun frá Laufeyju, þá fann ég mjög skýrt í hjarta mér að mig langaði að læra það sem hún væri að gera. Mig langaði að læra hennar nálgun, hún gerði eitthvað alveg ótrúlegt í hvert sinn sem ég kom til hennar, á máta sem ég tengdi við að væri einstakur á hennar vegu. Svo þegar ég hafði samband og bað um einkakennslu í markþjálfun þá var hún nú þegar að búa til nám í markþjálfun, þvílík snilld og tilviljun. Ég skráði mig um leið og mætti spenntur fyrsta daginn með stórar vonir og væntingar. Ég hef oft brennt mig á að vænta of mikils, en þegar það kom að þessu námi þá var það sannarlega ekki raunin. Námið reyndist vera svo miklu meira en það og umbreytingarnar sem ég finn innra með mér eru svo kærkomnar. Námið og allt sem fellst í því hjálpaði mér að finna parta af mér sem ég hafði gleymt, en við endurfundinn sérlega saknað. Hver lota var líkt og í göngu að tína upp týndu brotin og síðan púsla þeim inn á rétta staði, eða aftur á sinn stað. Ég kom inn í von um að læra tækni og stíg út með betri tök á henni en mér hefði órað fyrir. Laufey og hennar teymi, Rúna og Arnór koma þessu frá sér á svo skýra vegu og veita síðan svo mikinn stuðning og rými til að æfa sig. Allt ferlið var svo þægilegt og gott, þannig þegar ég horfi til baka þá er þetta nám alveg jafn ríkur grundvöllur til þess að gefa sjálfum sér gjöf sem nærir sálina og læra aðferðafræði og nálgun á aðra sem fær þá og mann sjálfan til að ljóma. Það kemur mér á óvart hvað ég finn ríka köllun til þess að byrja að markþjálfa og bera boðskap og gjafir Laufeyjar áfram. Þetta er tækni sem hittir í hjartastað og eitthvað sem allir hafa gott af.
Gísli Gunnarsson
Hlustunargeta Laufeyjar nær miklu lengra og dýpra en flestra annarra. Og hjartalagið hennar sem fylgir þessari hlustun er svo kærleiksríkt að mín reynsla af því að fara í markþjálfun til hennar gerði það nánast ómögulegt annað en að mæta sjálfum mér. Svo ef það er það sem þú raunverulega vilt, að átta þig betur á því hver þú ert og hvað þú þarft þá mæli ég með markþjálfun hjá Laufeyju.
Örn Haraldsson
Teymisþjálfari og markþjálfi