Viltu vita meira um nám í markþjálfun? Viltu skilja betur út á hvað markþjálfun gengur? Viltu skoða möguleika markþjálfunar inn í þitt starf eða persónulega líf? Ef svo er þá er þessi viðburður fyrir þig.
Hvar og hvenær?
Fimmtudagurinn 30. nóvember
Kl 17:00 - 19:00
Síðumúla 35
Dagskráin
Laufey Haralds, PCC vottaður markþjálfi og stofnandi Virkja, ætlar að deila því með okkur hvað það þýðir að vera markþjálfi og hvernig hann notar aðferðir markþjálfunar sem hreyfiafl í sínu lífi og annarra
Arnór Már, MCC vottaður markþjálfi og einn sá reyndasti í faginu, mun sýna okkur hvað markþjálfun er og hvernig hún virkar í reynd með því að markþjálfa „live” fyrir framan hópinn
Rúna Björg, ACC vottaður markþjálfi sem sérhæfir sig í teymisþjálfun fyrirtækja, kemur til með að fræða okkur um hvernig nám í markþjálfun getur nýst sem straumbreytir (e. game changer) inn í aðrar starfsstéttir
Einnig ætlar Eygló Scheving, útskrifaður nemandi úr markþjálfanámi Virkja, að deila með okkur hvað hún tók með sér úr náminu og hvernig það nýtist áfram í hennar lífi og starf
Í kjölfar þessara spennandi erinda og sýnimarkþjálfunar hjá Arnóri verður notaleg stemning með léttum veitingum og hvetjum við ykkur til að nýta tækifærið og spyrja okkur út úr um námið og möguleika þess fyrir ykkur sjálf.
Léttar veitingar verða á staðnum, gleði og dásamlegur félagsskapur.
Viðburðurinn er gjaldfrír og án allra skuldbindinga. Endilega skráðu þig og vertu með. Við hlökkum til að sjá þig!
Skráðu þig hér
Þegar þú hefur skráð þig færð þú sendan tölvupóst með frekari upplýsingum um fyrirkomulag kynningarinnar
Með því að skrá þig á þennan viðburð samþykkir þú að skrá þig á póstlista Virkja. Þú getur afskráð þig hvenær sem er.