Leiðbeinendur
Laufey Haralds
PCC markþjálfi
Kristrún Anna
PCC markþjálfi
Arnór Már
MCC markþjálfi
Rúna Björg
ACC markþjálfi
Alma
PCC markþjálfi
Framhaldsnám í markþjálfun
Framhaldsnámið hefst 31. janúar
Bókaðu fría námskynningu hjá okkur
Framhaldsnámið
Við kynnum með stolti framhaldsnám Virkja í markþjálfun. Þetta einstaka nám sem hefur göngu sína með frumhópi í janúar 2025, er sérhannað fyrir þá sem hafa lokið grunnámi í markþjálfun og vilja dýpka hæfni sína, auka sjálfstraust og ná nýjum hæðum í lífi og starfi. Námið er sérhannað til að virkja og dýpka skynjun og skilning markþjálfans, með það að markmiði að styrkja færni hans og auka gæðin, hvort heldur sem er á starfsvettvangi eða í daglegu amstri. Framhaldsnámið er vegferð djúprar sjálfskoðunar og vaxandi þekkingar fyrir hvern þann sem vill halda áfram að þróa sig sem markþjálfi eða auka fagvitund og bæta samskipti í starfsumhverfi sínu. Hvort sem þú ert að leita að persónulegum eða faglegum vexti, mun námið styðja þig í að ná næsta markmiði og opna fyrir nýja möguleika. Í hverjum hópi eru að hámarki 12 nemendur sem saman taka þátt í þessari einstöku vegferð og þú getur verið einn af þeim. Tryggðu þér pláss í þessu spennandi námi sem mun gefa þér innsýn og verkfæri til að vaxa á öllum sviðum lífs þíns.
Hvað einkennir námið
Ef þú hefur lokið grunnnámi í markþjálfun veistu að markþjálfun er meira en samtalstækni. Hæfnisþættir markþjálfunar leggja traustan grunn en sannir töfrar aðferðarinnar felast í heildrænni hæfni og næmni markþjálfans. Með sterku innsæi og djúpri hlustun getum við skynjað það sem er ósagt eða lesið á milli línanna í samtölum og þannig búið til einstakt rými til vaxtar. Í framhaldsnáminu leggjum við ríka áherslu á að þróa þessa hæfni með því að efla nemandann á fjölbreyttum sviðum. Við köfum einnig dýpra í aðferðafræði markþjálfunar og hæfnisþætti hennar. Námið byggir á viðurkenndum ICF stöðlum ásamt víðtækri þekkingu og reynslu framúrskarandi leiðbeinenda sem af stakri alúð miðla djúpri visku og innsýn úr faginu. Við leggjum áherslu á þitt persónulega ferðalag sem markþjálfi, þar sem þú þróar hæfileika þína enn frekar og öðlast dýpri skilning á sjálfum þér og öðrum. Þetta er því nám sem færir þér bæði faglega þekkingu og þá persónulegu hæfni sem þarf til að gera þig að hárbeittum og áhrifaríkum markþjálfa.
Framseting og staðsetning námsins
Námið er staðarnám að mestum hluta. Það spannar fimm lotur og fer almenn kennsla fram í ÓM salnum að Tunguvegi 19 í Reykjavík. Fjórða lotan einkennist af endurnærandi helgi þar sem nemendur gista tvær nætur í Birkihofi, sem er „retreat” setur rétt fyrir utan Laugavatn, í 90 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Fullt fæði meðan á námslotum stendur
Matur og drykkir eru innifalin alla námsdagana. Við viljum dekra við nemendur okkar og sjá til þess að þeir geti notið hverrar lotu til hins ýtrasta án þess að hugsa um nokkuð annað en að mæta, njóta þess að meðtaka lærdóminn og vera opnir fyrir þeim vexti sem koma skal. Yesmine Olsson, eigandi veitingahúsins Funky Bhangra, sér um að velja það besta fyrir okkur í hádegismat flesta dagana.
Uppbygging framhaldsnámsins
Grunnurinn að trausti og árangri
Í fyrstu lotu leggjum við sterkan grunn fyrir komandi vinnu. Hópurinn myndar og styrkir tengsl sín á milli og áhersla er lögð á að skapa traust og öryggi. Í þessari lotu rifjum við upp helstu þætti markþjálfunaraðferðarinnar og fínpússum hana enn frekar.
Nemendur vinna verkefni, sem tengjast þeirra eigin markmiðum eða draumaútkomu, til að skýra hvert þeir stefna og hvað þeir vilja fá út úr náminu.
Teymisþjálfun
Nemendur fá innsýn í hvernig teymisþjálfun verður samþætt náminu í heild. Þannig fá þeir bæði að upplifa að tilheyra teymi og að vera í hlutverki leiðbeinenda.
Verkfæri fyrir lengra komna
Nemendur fá fleiri verkfæri í hendurnar og læra að nýta þau í markþjálfasamtölum.
Meðvitundin
Nemendur sem hafa lokið grunnnámi hjá Virkja þekkja svokallaðan meðvitundarskala og hvernig meðvitundin er grunnur að hæfni markþjálfans og hans persónulega vexti. Í framhaldsnáminu köfum við djúpt inn í heim meðvitundar með það að markmiði að auka og rækta okkar eigin meðvitund og læra að nýta hana til að hafa jákvæð áhrif á aðra. Nemendur fá rými til að skoða og endurstilla sín eigin viðhorf og hugmyndir um sjálfa sig og heiminn sem svo hefur umbreytandi áhrif á upplifun þeirra í öllum aðstæðum. Nemendateymið vinnur saman til þess að dýpka færni hvers og eins.
Við höldum áfram að kafa dýpra í aðferðir markþjálfunar með það að markmiði að þróa okkur sem manneskjur, sem aftur hefur bein áhrif á hlutverk okkar sem markþjálfar. Nemendateymið heldur áfram að vinna saman og bæta við sína færni.
Þessi helgi verður sannkölluð helgistund fyrir okkur öll þar sem við kúplum okkur frá öllum daglegum skyldum. Nemendur fá tækifæri til að skoða sig sjálfa, upplifa og innleiða umbreytingu. Þetta er helgi nýs upphafs og persónulegs vaxtar. Ferðin nærir, veitir kraft og undirbýr hvern og einn fyrir komandi tímabil. Nemendur læra ýmsar aðferðir til að þiggja gjafir lífsins.
Birkihof er töfrandi sveitasetur með einkasundlaug, heitum og köldum potti auk sánu. Umhverfið er gróðursælt og segulmagnað. Við munum láta dekra vel við okkur á þessum einstaka stað.
Í fimmtu og síðustu lotunni er staldrað aðeins við og skoðað hvert við erum komin miðað við þær væntingar sem lagt var af stað með. Þessi lota er nýtt vel til þess að leggja lokahönd á fræðsluefnið og binda fallega slaufu á ferðalagið í heild sinni.
Seinni dagur lotunnar inniheldur uppskeruhátíð og mikinn fögnuð.
Útbúin verður lokuð facebooksíða sem mun halda utan um hópinn á meðan þessu ferðalagi stendur. Þar mun birtast efni og áminningar frá leiðbeinendum og einnig verður gefið rými fyrir spurningar og lifandi færslur frá nemendum. Við viljum stuðla að varanlegum vexti hvers nemanda og þá er mikilvægt að hann upplifi stuðning og styrk frá leiðbeinendum og samnemendum í sínu persónulega vaxtarferðalagi.
Yfir námstímabilið fær hver nemandi þrjá einkatíma í mentor-markþjálfun hjá reyndum markþjálfa. Þar fær nemandinn svigrúm til þess að rýna í sjálfan sig og sína persónulegu færni í aðferðum markþjálfunar. Þessir tímar eru aðlagaðir að nemandanum í hlustun við hvert hann er kominn og hvert hann vill fara.
Hópurinn fær samtals sjö klukkustundir í hóp-mentor-markþjálfun sem skiptast niður á fjóra fundi.
Hópurinn hittist tvisvar á meðan náminu stendur, í tvær klukkustundir í senn, til að taka stöðuna og styrkja það sem þarf að hlúa að hverju sinni. Þeir tímar fara fram á netinu. Eftir útskrift hittist hópurinn síðan tvisvar í viðbót, nokkrum vikum síðar, í 1,5 klst. í hvort skipti. Þetta er gert til að hámarka líkurnar á að nemendur haldi áfram að vinna með efnið og nái sinni draumaútkomu. Eftirfylgnitímarnir hafa kraftmikil áhrif og hjálpa nemendum að innleiða lærdóminn í sitt daglega líf eftir að lotunámi lýkur. Þessir tímar fara einnig fram á netinu.
Á milli lota sækir nemandinn bæði einstaklings- og hóp-mentor-markþjálfunartíma.
Nauðsynlegt er að nemandinn æfi sig í aðferðinni og markþjálfuninni á milli lota. Því meira sem nemandinn æfir sig, því meira mun hann fá út úr náminu. Með virkri ástundun tryggir nemandinn að til verði verðmætur lærdómur frá hverju markþjálfasamtali sem dýrmætt er að taka með sér í næstu lotu. Sumir stefna að persónulegri vottun í framhaldinu og nýta þannig tækifærið til að skora á sig á þessu sviði.
Á milli lota verða til ýmsar hugleiðingar og jákvæðar innleiðingar á viðhorfum og uppbyggjandi hugarfari. Lifandi vinna fer jafnframt fram á facebooksíðu hópsins.
Hvað er frumhópur? Frumhópur þýðir að þú sért hluti af fyrsta námshópi okkar í framhaldsnáminu – virkilega spennandi vegferð þar sem þú færð meira fyrir hverja krónu með einstöku lágmarksgjaldi.
Markmið og ávinningur Þú verður hluti af vaxtarhópi þar sem við leggjum okkur fram um að skapa framhaldsnám sem hefur varanleg og umbreytandi áhrif á alla þátttakendur. Námið miðar að því að styrkja kjarnann þinn, efla hugrekki og auka styrk til að lifa í samræmi við eigin drauma og vilja. Við ætlum að gefa allt í þennan hóp okkar og erum afar þakklát fyrir traustið sem nemendur sýna okkur með þátttöku sinni í honum. Frumhópurinn mun þróast á leiðinni og við viljum vinna sérstaklega með hópnum til að tryggja að námið verði í takt við þarfir hans. Við erum vön að skila árangri umfram væntingar og á því verður engin undantekning gerð hér.
Gæðavottun og vottunarferli Samhliða vegferð frumhópsins mun Virkja sækja um gæðavottun frá ICF á framhaldsnámið, líkt og gert var á grunnnámið okkar sem nú hefur fest sig í sessi sem ICF vottað nám. Þessi frumhópur verður því hluti af vottunarferlinu og þegar ICF samþykkir námið að ferli loknu, mun Virkja veita nemendum sem hafa náð hæfnisviðmiðum vottun í samræmi við framgang. Ef eitthvað vantar upp á námsefnið í vottunarferlinu mun frumhópurinn fá auka dag í náminu sér að kostnaðarlausu. Vottunin á framhaldsnámið skiptir máli fyrir þá sem sækja sér persónulega gæðavottun sem markþjálfar frá ICF og sérstaklega þá sem stefna að PCC vottun. Grunnnámið okkar dugar til ACC vottunar en framhaldsnámið mun styðja við nemendur á þeirri vegferð sem og lengra komna.
Í kjölfar skráningar er staðfestingargjald greitt, kr. 50.000.-, í gegnum kröfu sem er send í heimabanka. Staðfestingargjaldið dregst frá heildarupphæðinni og er óendurkræft. Við munum svo vera í sambandi í gegnum tölvupóst til þess að kanna hvernig þú vilt haga eftirliggjandi greiðslu.
Ef óskað er eftir því að dreifa greiðslum er hægt að hafa samband á virkja[hjá]virkja.is til að kanna möguleikana frekar. Við hvetjum þig til að kynna þér rétt þinn til niðurgreiðslu námsgjalda hjá þínu stéttarfélagi, þar sem mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms í markþjálfun. Athugaðu að áður en styrkur er sóttur þarf námsgjald að vera greitt að fullu.
125 stundir
125 klukkustunda staðarnám í fimm lotum með heimanámi á milli
12 dagar
Samanlagt átta heilir kennsludagar
10 mentor tímar
10 tímar hjá mentor markþjálfa þar af þrír einstaklingstímar
Næstu námskeið
31. janúar - 1. mars
Lota 1: 31. jan – 2 feb, kl. 10:00–17:00
Lota 2: 14.– 15. febrúar, kl. 10:00–17:00
Lota 3: 14. – 15. mars, kl. 10:00–17:00
Lota 4: 4. – 6. apríl, Gisting yfir helgina
Lota 5: 9. – 10. maí, kl 10:00-17:00
Spurningar berist á
virkja@virkja.is
Sími
663 6352
Staðsetning
Óm salurinn, Tunguvegi 19