Hvað er markþjálfun?

Hér getur þú fundið svar við algengum spurningum um markþjálfun. Þótt fagið sé orðið töluvert þekkt, þó minna hér á landi en víða erlendis þá fáum við oft þessa spurningu „Hvað er markþjálfun?” Laufey Haraldsdóttir markþjálfi hjá Virkja svarar hér nokkrum algengum spurningum um markþjálfun.

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er viðurkennd aðferðafræði sem miðar að því að hjálpa þér að hámarka möguleika þína til vaxtar. Viðfangsefni markþjálfunar geta meðal annars verið persónulegur vöxtur, aukin lífsgæði, betri framistaða og árangur eða hvað annað sem þú ákveður að einblína á. Árangur er það sem þú ákveður að hann sé. Þannig er markþjálfi liðsmaður í þínu ferðalagi. Hann heldur utan um ferlið og beinir þér að kjarna málsins með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum og skapar þannig rými fyrir viðhorfsbreytingar, sjálfsskoðun og vöxt.
Markþjálfun
Hvað er markþjálfun?

Fyrir hverja er markþjálfun?

Markþjálfun er fyrir öll sem vilja aukin árangur, vöxt og vellíðan hvort sem það er í einkalífi eða í starfi. Forsenda markþjálfunar er að markþegi sæki markþjálfunina á sínum eigin forsendum. Það á líka við um markþjálfun starfsfólks á vegum fyrirtækja. Markþjálfun er ekki meðferð eða ráðgjöf og því verður markþegi að vera tilbúinn að horfa til framtíðar og nota fortíðina aðeins til þess að draga lærdóm af henni. Hlutverk markþjálfa er ekki að hafa skoðun á því hver þú ert eða hvað þú vilt gera, heldur að draga fram leynda hæfni og möguleika sem búa innra með þér, hjálpa þér að skýra stefnuna, vera bæði styðjandi og áskorandi í þinni vegferð. Sjá nánar í grein eftir Laufeyju Haraldsdóttur markþjálfa.

Hvernig fer markþjálfun fram?

Markþjálfun fer að mestu leiti fram sem trúnaðarsamtal á milli markþjálfa og markþega. Það er algengt að hver tími sé um klukkustund að lengd og að ein til tvær vikur líði á milli tíma. En nákvæmt snið er ákveðið í sameiningu markþjálfa og markþega. Markþjálfi er ekki ráðgjafi eða mentor og mun því ekki segja þér hvað þú átt að gera. Í staðin spyr hann kraftmikilla spurninga og beinir þér að kjarna þess viðfangsefnis sem þú vilt einblína á. Þetta ferli leiðir oft til mikillar vitundarsköpunar og endurmótunar á ómeðvituðum viðhorfum og skapar rými fyrir ný eða sjálfgefin viðhorf. Markþjálfi getur einnig notað ákveðin verkfæri til vitundarsköpunar og skipulagningar.
Fyrir hverja er markþjálfun?

Almennt um markþjálfun

Thomas Leonard er almennt viðurkenndur sem fyrstur til að þróa markþjálfun sem starfsgrein á níunda áratugnum. Markþjálfun er þó samansett úr mörgum eldri fræðigreinum. ICF (International Coach Federation) eru alþjóðleg samtök markþjálfa og sjá til þess að móta og staðla greinina. Skoða nánar á vefsíðu ICF

Ert þú með fyrirspurn?

Virkjum möguleika okkar til vaxtar

Hafðu samband
Image Description