Kynningarverð 26.400kr

Þú skapar þinn veruleika!

Leiðbeinendur

Image Description

Laufey Haraldsdóttir

ACC Markþjálfi
Image Description

Kristín Þórsdóttir

ACC Markþjálfi
Senda skilaboð
Skrá mig – á námskeiðið. Skráning

Ef þú værir að skrifa ævisöguna þína, á hvaða kafla værir þú núna? Og hvernig verður framhaldið?
Þú ert rithöfundurinn að þinni sögu. Kannast þú við tilfinninguna sem segir þér að þú viljir vera, eða gera eitthvað meira? Viljir fá meira út úr lífinu eða líða betur? Þú hefur allt sem þarf því þú skapar þinn veruleika.

Á þessu námskeiði notum við aðferðir sem eru skemmtilegar, uppbyggjandi og hvetjandi. Mikil áhersla er lögð á þig sem einstakling, því þú skiptir mestu máli í þessari sögu. Þú ert grunnurinn sem þú getur byggt ofan á í framhaldinu.

Við höfum öll heyrt talað um að við þurfum að líta inn á við til þess að gera breytingar hjá okkur sjálfum, en hvað þýðir það?
Til þess að vita hvað er að gerast innra með okkur þurfum við að sjá hvernig viðhorfin okkar speglast í umheiminum, og hvernig við upplifum við heiminn?
Við þurfum líka að komast að því hvað af þeim hugmyndum sem við höfum eru raunverulega okkar, hverju viljum við sleppa og hverju viljum við halda?

Markmið námskeiðsins er að þú öðlist dýpri skilning á því hvað býr innra með þér, hvernig þú getur nýtt styrkleika þína og hvaða stefnu þú ætlar að taka í átt að þínum veruleika. Við búum yfir svo miklu meira en við höldum, skoðum það, notum það og njótum þess.

Á námskeiðinu færðu verkfæri sem munu nýtast þér hvenær sem er á lífsleiðinni, til dæmis þegar þig vantar betri fókus, skýrari sýn eða aukna athygli á það sem þú vilt að verði að veruleika.

Námskeiðið er kennt á miðvikudögum kl. 20:15 – 22:15, þrjá miðvikudaga í röð.

Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 5. febrúar 2020.

Þetta námskeið er skapað af ástríðu, kærleika og óbilandi trú á vexti einstaklinga. Við, Laufey og Stína, erum báðar ACC markþjálfar og rekum okkar eigin fyrirtæki. Laufey er stofnandi Virkja ehf (https://localhost/virkja/) og Stína er stofnandi Eldmóður fræðslusetur ehf (https://eldmodurinn.is/).
Á þessu námskeiði/ferðalagi sameinum við reynslu okkar og krafta í að skapa rými fyrir einstaklinga til sjálfsskoðunar, viðhorfsbreytinga og stefnumótunar.

  • 6stundir
  • 3dagar
  • 26.400kr

Spurningar berist á laufey@localhost/virkja
Sími 663 6352
Hvar Lífsgæðasetur St. Jo, Suðurgata 41, Hafnarfjörður

tryggjum 100% ánægju

Við tryggjum 100% ánægju

Ef þessi vara stenst ekki væntingar þínar af einhverjum ástæðum getur þú haft samband innan 30 daga frá því að námskeiði lýkur til þess að fá fulla endurgreiðslu.

Hafa samband

Næstu námskeið