Ómeðvituð viðhorf ráða því hvernig þér líður

Image Description

Andri Birgisson

Það upplifir engin heiminn eins og þú. Jafnvel þótt aðstæður og atburðir séu þeir sömu þá er engin upplifun eins. Upplifun er persónuleg túlkun á því sem er. Það er engin túlkun röng. Reyndar er öll túlkun í fullkomnu samræmi við gefnar forsendur. Þannig að við getum sagt að öll túlkun sé rétt. Það þýðir þó ekki að hún sé sönn. Það sem skiptir okkur meira máli en hvort túlkunin sé rétt eða sönn er gæði hennar. Upplifun okkar á heiminum getur verið allt frá því að vera óbærileg í að vera óaðfinnanleg og allt þar á milli. Ég hef ekki ennþá fundið neinn sem vill upplifa heiminn sem óbærilegann en ég hef fundið marga sem gera það samt og þar á meðal sjálfan mig. Að því gefnu að upplifun geti verið allt frá ömurleg í að vera frábær á sama atburðinum leiðir okkur að ákveðnum sannleika um að atburðirnir séu hlutlausir gagnvart upplifun okkar á þeim. Þetta þýðir að við getum ekki kennt ytri veruleikanum um líðan okkar og vandamál. Grunn hugmyndir okkar um hvernig heimurinn virkar geta gert okkur algjörlega valdalaus gagnvart honum.

Ef þú til dæmis trúir því að vandamálin þín séu í ytri veruleikanum þínum, þá ert þú fórnalamb aðstæðna og þú munt finna ástæður vandamálanna þar. Á meðan þessi hugmynd er ríkjandi hjá þér ert þú fangi þeirra viðhorfa ályktanna sem hún leiðir af sér. 

Við eru öll með ómeðvituð og óskoðuð viðhorf sem hafa áhrif á tilfinningarnar okkar, hugsun og hegðun. Sum þeirra eru hlutlaus en hjálpa okkur að virka í ákveðnum aðstæðum. Önnur eru gagnleg vegna þess að þau hleypa innri orkunni okkar óhindrað inní ytri veruleikann og stuðla þannig að uppbyggingu og vexti. Til dæmis eru sumir bjartsýnir að eðlisfari og eru því líklegir til þess að finna lausnir á vandamálum eða það sem þeir myndu upplifa sem áskoranir. Uppskeran er árangur og vöxtur. Bjartsýni skapar engin vandamál og því engin ástæða til þess að losa sig við hana. Það eru viðhorfin sem valda niðurbroti í okkar eigin lífi og annar sem við þurfum að vera meðvituð um og skipta út fyrir sjálfgefin viðhorf. Sjálfgefin viðhorf eru viðhorf sem þú velur þér meðvitað. Til þess að viðhorf geti kallast sjálfgefið þarf það að vera svo til ósjálfrátt. Sem þýðir einfaldlega að þú beitir þeim áreynslulaust án þess að þurfa að veita því sérstaka athygli. 

það eru allar líkur á að þú hafir ekki valið þér viðhorf. Þú situr uppi með viðhorf sem eru afleiðing af þeim skilgreiningum sem þú hefur mótað í gegnum lífið. Það má segja að þú hafir verið taminn. Þú notar skilgreiningarnar þínar til þess að draga ályktanir og dæma alla atburði sem þú verður fyrir. Þær eru módel sem þú mátar heiminn í til þess að skilja hann, eða kanski misskilja hann. En í báðum tilfellum þá ættu þessi módel ekki vera rituð í stein. Ef þau eru ekki endurskoðuð munu þau hindra vöxt og andlegan þroska, þau læsa þig á þeim viðhorfum sem þau leiða af sér. Manneskju sem leið illa í skóla sem barn gæt til dæmis hafa þróað með sér skilgreiningu um að allir skólar séu leiðinlegir eða hreinlega slæmir og þannig meinað sér að fara í nám sem fullorðin einstaklingur. Eða jafnvel skilgreint sjálfan sig sem heimska og þannig afsalað sér öllum áskorunum og tækifærum sem myndu leiða til vaxtar og lærdóms. Manneskja með fordóma gagnvart kynþáttum, kynhneigðum, trúarhópum, trúlausum eða öðrum hópum sem hún sjálf tilheyrir ekki er með fastmótaða skilgreiningu sem heldur henni í viðhorfi ótta og haturs.

Ótti er einfaldlega birtingarmynd eða upplifun af lágri lífsorku. Ef ótti er viðvarandi ástand er hann bókstaflega lífshættulegur. Þú þarft þessa orku til þess að viðhalda lífi í þessum heimi og ef þú vilt auka lífsgæðin þín þarftu að læra að stjórna orkuflæðinu þínu eða réttara sagt hætta að hindra orkuflæðið þitt. 

Allar skilgreiningar þjónuðu einhverskonar tilgangi þegar þær voru mótaðar. Allar erfiðar upplifanir þjóna þeim tilgangi að leyfa okkur að læra af þeim og þroskast. Það er fyrst þá sem við hættum að þurfa þær. Lærdómurinn felur í sér að endurkoða skilgreiningarnar okkar, leggja þær niður og frelsa okkur frá þeim og mynda þannig rými fyrir sjálfgefin viðhorf.


Image Description

Andri Birgisson

Markþjálfi

Andri hefur yfir tíu ára reynslu í hugbúnaðarþróun og nýsköpun. Seinustu ár hefur hinsvegar vitundarsköpun spilað stærra hlutverk.