Þess vegna er gagnlegt fyrir stjórnanda að fara í nám í markþjálfun.
Laufey Haralds
Stjórnandi er jafnan sá sem stjórnar og stýrir en hans hlutverk er þó mun víðtækara. Góður stjórnandi býr jafnhliða til öruggt rými fyrir samstarfsfólk sitt til þess að skapa verðmæti fyrir fyrirtækið. Hann ýtir undir styrkleika og velgengi hvers og eins innan heildarinnar og sér til þess að allir upplifi að á þá sé hlustað og finni að þeir skipti máli. Til þess að geta gefið slíkar gjafir til starfsfólksins og inn í starfsumhverfið, þarf stjórnandinn fyrst að staldra við og horfa inn á við, skoða og vera opinn fyrir því að endurstilla sjálfan sig. Ef stjórnandi gengur öllu jafna um á hálfum tanki, orkulítill og líður illa, er ekki hægt að ætlast til að hann sé fær um vera með stórkostlegt innlegg í heilbrigð samskipti og notalega nærveru. Hegðunin og viðbrögðin okkar í aðstæðum er gjarnan birtingarmynd af innri líðan þá stundina.
„Nám í markþjálfun hjálpar þér kæri stjórnandi að stilla þig af og tengjast sjálfum þér á nýjan hátt. Þegar við náum dýpri tengingu við okkur sjálf þá göngum við meðvituð inn í aðstæður, sjáum skýrar og tökum réttar ákvarðanir. Jafnhliða lærir þú samskiptaaðferð sem nýta má í öllum samskiptum og sem hámarkar líkurnar á því að þú náir að efla og styrkja þitt starfsfólk. Þessi samtalstækni gengur út á að stækka það sem gengur vel og ýta undir skapandi hugsun.“
Þegar stjórnandinn innleiðir þessa aðferð í sitt starf, dreifir hann um leið ábyrgðinni og byggir undir traust á milli sín og starfsfólksins. Í stað þess að skipa fyrir verkum lærir hann að nota virka hlustun og efla skynjun sem hjálpar honum að átta sig á hvar drifkraftur og áhugi starfsfólksins liggur. Þannig fær hann mest út úr sínu frábæra fólki og öllum líður betur.
Nám í markþjálfun gefur stjórnandanum ekki aðeins tæki eða tól til þess að hafa góð áhrif á vöxt og velgengni. Stærsta gjöfin í náminu í markþjálfun er hið umbreytandi ferðalag sem kemur hverjum stjórnanda á þann stað sem hann velur meðvitað að vera á. Umbreytingin hefur mikil áhrif á hver manneskjan er sem stjórnandi en hefur líka gríðarlega mikil áhrif á hver hann er sem manneskja. Þetta þýðir að umbreytingin smitast yfir á öll hlutverk sem viðkomandi stjórnandi hefur í sínu lífi, við það að ganga í áttina að sínu jafnvægi, velgengni og vellíðan sem litar allt sem koma skal í framhaldinu.
Þó greininni sé beint til stjórnenda þá á hún erindi við alla leiðtoga og aðra sem vinna með fólki og hafa áhuga á að efla og hafa góð áhrif á þau sem með þeim vinna. Nám í markþjálfun er fyrir fólk sem finnur fyrir þörf til að staldra við og stilla eigin strengi í átt að jafnvægi, óháð því hvað jafnvægi kallar á hjá hverjum og einum. Sá sem lærir markþjálfun þarf ekki að vera drifinn áfram af því að leysa vandamál, heldur einungis hafa vilja til að gera betur og vera tilbúinn að vaxa ennþá frekar í því sem hann gerir.
__________________
Ef þú finnur fyrir löngun til að vita meira hvet ég þig til að bóka fría 20 mínútna námskynningu hjá okkur: https://virkja.is/boka-namskynningu/
Frekari upplýsingar um námið: https://virkja.is/nam-i-markthjalfun/
Viljir þú upplifa stemninguna og fá enn betri tilfinningu fyrir náminu er gagnlegt að líta við á facebooksíðunni okkar og skoða myndböndin frá fyrri nemendum og leiðbeinendum: https://www.facebook.com/virkja.is
Njóttu dagsins!
Laufey Haralds
PCC MarkþjálfiLaufey er stofnandi Virkja. Hún starfar sem markþjálfi og leiðbeinandi í námi markþjálfunar.