Greinar - Fullt af visku

Við leggjum okkur fram við að miðla efni sem stuðlar að vexti, árangri og vellíðan

Image Description

Heyrum ekki bara, heldur hlustum.

Þú hefur val um að byrja að hlusta áður en þú klessir á vegg. Þú þarft ekki að bíða eftir að lenda á honum, heldur geturðu byrjað strax að beina athyglinni að hlustuninni og því sem býr innra með þér. Hvað skynjar þú ef þú leyfir þér að staldra við, loka augunum og anda? 

Image Description

Þess vegna er gagnlegt fyrir stjórnanda að fara í nám í markþjálfun.

Nám í markþjálfun gefur stjórnandanum ekki aðeins tæki eða tól til þess að hafa góð áhrif á vöxt og velgengni. Stærsta gjöfin í náminu í markþjálfun er hið umbreytandi ferðalag sem kemur hverjum stjórnanda á þann stað sem hann velur meðvitað að vera á. Umbreytingin hefur mikil áhrif á hver manneskjan er sem stjórnandi en hefur líka gríðarlega mikil áhrif á hver hann er sem manneskja.

Image Description

Nám í markþjálfun er fyrst og fremst fyrir ÞIG. Þú ert verkfærið.

Þegar við finnum fyrir sjálfsöryggi sem manneskjur, stafar sú orka óhindrað frá okkur og það sama gildir um trúna á okkur sjálf. Þess vegna er í því fólgin mikil gjöf að fá að leiða nemendur í slíkt ferðalag í áttina að persónulegu jafnvægi, sátt og vellíðan. Við trúum að með þeim hætti náum við að skapa áhrifaríka markþjálfa sem eru tilbúnir til að hafa jákvæð áhrif á líf annarra.

Image Description

Ómeðvituð viðhorf ráða því hvernig þér líður

Það upplifir engin heiminn eins og þú. Jafnvel þótt aðstæður og atburðir séu þeir sömu þá er engin upplifun eins. Upplifun er persónuleg túlkun á því sem er. Það er engin túlkun röng. Reyndar er öll túlkun í fullkomnu samræmi við gefnar forsendur. Þannig að við getum sagt að öll túlkun sé rétt.

Image Description

Hversu margar útgáfur af þér eru til?

Þegar þú fækkar útgáfunum af þér og leyfir þér að vera þú sjálf(ur) þvert á aðstæður og fólk, þá gætir þú fundið fyrir mótlæti. Það er eðlilegt. Þú ert ekki bara að breyta veruleikanum þínum. Þú ert að hreyfa við veruleika allra í kringum þig.

Image Description

Það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt við allt

Hvernig langar þér að líða? Við könnumst öll við tilfinningar eins og sorg, gremju, ótta eða sektarkennd. Þetta eru eðlilegar tilfinningar eins og allar tilfinningar eru. En ef þær eru viðvarandi geta þær hamlað okkur í vexti og haldið aftur af okkur í að vera sú manneskja sem við höfum burði til að verða.